mánudagur, maí 29, 2006

Ég er lasin

...og er ekki að fíla það. Er búin að vera raddlaus, með nefrennsli, endalaust hóstandi og með beinverki síðan á fimmtudaginn. Sem þýðir að ég var veik í snjónum fyrir norðan, í útskriftinni hjá Rannveigu og á kosningadaginn. Allt sem ég ætlaði að gera sem fylgir því að fara norður eins og fara í Skaffó, fara á Kaffi Krók eða taka einn rúnt gerði ég ekki en lá í staðinn í rúminu. Mjög skemmtilegt segi ég ykkur. Ég ætlaði líka að fara í sveitina, kíkja á lömbin og sjúga smá sveitalykt í nefið en gerði það ekki heldur. Ég er þess vegna heima í dag, en ekki í vinnunni eins og ég ætti að vera, og verð sennilega líka heim á morgun. Ef einhvern langar að hætta á smit þá er hann velkomin í heimsókn til mín.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim