End of an era...
Já það má nú með sanni segja að það séu að verða kaflaskil í mínu lífi. Við hjónin erum að fara að flytja. Já þið heyrðuð rétt, við erum búin að selja íbúðarholuna okkar á Þinghólsbrautinni og þurfum því að finna okkur annan samastað. Næstu vikur fara því án efa í það að eltast við fasteignablöð dagblaðanna og eyða enn meiri tíma inni á fasteignavef Mbl. Þannig að allir sem vilja heimsækja okkur áður en við flytjum verða að nota næstu daga í það.
Annað sem er ofarlega á dagskránni er svo auðvitað Reykjavík Tropik um helgina. Lítur út fyrir mjög skemmtilega helgi, frábær bönd og endalaust stuð og gaman.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim