Tíðindi dagsins
Eru helst þau að ég er komin aftur í vinnuna. Er ennþá hálf lasin en leiddist svo mikið heima að ég meikaði ekki meira.
Langaði samt að benda á tvennt sem er í fyrsta lagi að það eru komnar myndir úr brúðkaupinu inn á myndasíðuna. Allir að rifja það stuð upp. Í öðru lagi langar mig að benda ykkur á að lesa ÞESSA FRÁSÖGN hjá ferðalöngum sem eru í Indlandi núna. Greinilegt að það eru fleiri að lenda í svindl-vandræðum þar heldur en við. Og þessir eru orðnir sjóaðir túristar...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim