þriðjudagur, júní 06, 2006

Yfirferð helgarinnar

Það er ekki seinna vænna að afgreiða síðustu helgi. Alveg að koma aftur helgi og allt það. En svo við vindum okkur í þetta þá voru Reykjavík Trópík tónleikarnir frábærir og ég er ótrúlega ánægð með þetta framtak hjá Stúdentakjallaranum að standa fyrir þessu. Ég er aftur á móti ekki eins ánægð með tónleikagesti sem mættu seint og illa. Ég er kannski bara svona ultra mikið nörd að mæta snemma en mig langaði bara að sjá flestar af þessum hljómsveitum sem var greinilega ekki málið hjá meirihluta gestanna. Útkoman var því að margar frábærar hljómsveitir þurftu að spila fyrir hálftómu tjaldinu. En...


Föstudagur:
Mættum rétt þegar Daníel Ágúst var að klára og misstum því af honum. Næstur á eftir honum var Benni Hemm Hemm + stórhljómsveit. Ég hef aldrei séð hann áður á tónleikum og fannst hann frábær. Girls in Hawaii voru ágætir en sitja ekkert ofsalega mikið eftir í minningunni. Eftir þeim stigu Hjálmar á svið og þeir voru æðislegir, búin að sjá þá nokkrum sinnum á tónleikum og finnst þeir alltaf jafn frábærir. Breska bandið Ladytron var næst dagskránni og þau voru bara nokkuð góð. Aðeins of mikið pönk-rokk fyrir mig en samt skemmtileg, girl-power og allt það. Apparat kláraði svo kvöldið, þeir eru líka aðeins of skrítnir fyrir minn smekk.


Laugardagur:
Var aðaldagurinn og line up-ið þétt skipað hverju snilldar bandinu á fætur öðru. Úlpa voru æðislegir, og ég er einmitt að hlusta Mea Culpa plötuna þeirra núna, alger snilld. Jeff Who voru æðislegir og ég er þvílíkt mikið á leiðinni út í Skífuna að kaupa nýju plötuna. Hápunkturinn var samt að sjá Leaves sem er búið að vera mikið uppáhaldsband hjá mér lengi og á ég 2 plötur með þeim sem hafa verið mjög mikið spilaðar. Þeir komu svo öllum í þvílíkt stuð fyrir Supergrass sem voru frábær endapunktur á æðislegu kvöldi.


Sunnudagur:
Staðsetningu á tónleikunum breytt og dagskránni sömuleiðis. Hápunkturinn án nokkurs efa ESG og að sjálfsögðu Trabant. Ég og Brynhildur vorum alveg fremstar við sviðið að hlusta á báðar þessar hljómsveitir og alveg að fíla okkur. Það verður fjárfest í tónlist með báðum þessum böndum á næstunni. Það voru svo aðrar hljómsveitir þarna fyrr um kvöldið. Jakobínarína fannst mér ekki eins góð og af er látið, Dr. Spock eru líka ekki fyrir minn smekk en furðufugl kvöldsins, með miklum meirihluta atkvæða, var Kid Carpet. Mega skrítinn gaur.

Annars bara frábær tónleikahelgi með frábæru fólki.

Það sem hefur svo einkennt lífið í vikunni er áframhaldandi íbúðarleit, er að verða frekar stressuð yfir þessu. Fullkomna íbúðin er eitthvað að láta bíða eftir sér. Vinnan á Iðnó er líka búin að taka mikinn tíma og á eftir að gera það um helgina.

Stína frænka mín og æskuvinkona átti svo afmæli þann 7. og Eyrún systir þann 6. Sama dag og Bubbi Mortens.
Innilega til hamingju með daginn báðar tvær.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim