föstudagur, júlí 14, 2006

Framtíðarplönin og fiðrildið


Mig langar svo til útlanda að ég er við það að láta lífið. Ekki það að veðrið hérna sé eitthvað að gera út af við mig ...æðislegt sumarveður t.d. núna. Efst á óskalistanum er tveggja vikna ferð til USA, fyrst á strönd einhversstaðar í viku og svo uppáhaldsborgin mín NY í viku. Er einhver til í að splæsa í svoleiðis fyrir mig og strákinn, og já kannski redda einhverjum til að græja íbúðina og flytja fyrir okkur á meðan við erum úti. Annars er ég líka græn af öfund út í Christínu vinkonu sem er núna á Tenerife og Guðrúnu systur sem er að fara til Brussel á gullmót í frjálsum og gistir hjá Stínu vinkonu minni, sem ég er ekki einu sinni búin að heimsækja. Væri alveg til í skella mér þangað eða til Parísar ...eða bara eitthvað til útlanda þar sem er gott veður.

Þeir vita það sem þekkja mig að ég er algert fiðrildi. Ég er endalaust að ákveða eitthvað nýtt, setja nýja stefnu í lífinu (eða bara varðandi helgarplönin) sem verður svo kannski ekkert úr. Þegar maður er svoleiðis þá er svo gott að eiga mann sem er eins stabíll og með báða fætur á jörðinni og hann Indriði minn. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér hvernig lífið okkar væri ef hann væri eins óákveðin og fljótur að skipta um skoðun og ég. Ég t.d. var að suða í honum um daginn að flytja með mér til New York, þá sagði hann að við ættum nú fyrst að flytja inn í nýju íbúðina áður en við færum að ákveða að flytja eitthvað annað. Sem er gott plan. Ég er samt alveg að fara að flytja til New York, það er eitthvað svo mikið staðurinn til að vera á. Grunar samt að við eigum fyrst eftir að flytja til Seattle, ég held að maðurinn sé búin að ákveða og hann er oftast mun ákveðnari í sínum plönum en ég.

Pabbi og mamma komu svo í bæinn um daginn og sóttu smá dót í íbúðina. Alltaf gaman að sjá aðeins framan í gömlu hjónin. Guðrún systir kom líka í heimsókn á mánudaginn, kíkti á íbúðina og er strax búin að eigna sér herbergi. Þessi elska. Svo kom Eyrún systir í gær og fékk að sjá íbúðina líka. Nú eru allir búnir að sjá nema Óli bróðir, hann er sko velkomin anytime þessi elska. Annars stefnir í að við hjónin verðum öll kvöld sem framundan eru að vinna í íbúðinni, allir sem vilja kíkja eru velkomnir í heimsókn.

Var aðeins að skoða uppáhaldssíðuna mína áðan og sá þá þetta. Kate Moss er náttúrulega alltaf á undan með allt. Mikið er ég fegin að niðurmjóu buxurnar eru að detta úr tísku. Þessar eru miklu meira minn smekkur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim