þriðjudagur, júlí 11, 2006

Le weekend


Svona til að halda í hefðina þá er hérna yfirferð helgarinnar. Hún er fljótkláruð og ekki mjög spennandi og má í raun afgreiða með einu orði:

VINNA

...og búið. Fyrripart dags í íbúðinni við að rífa niður veggi, innréttingar og gólfefni af. Seinnipart dags við að ganga um beina á tjarnarbakkanum. Það var nú reyndar frekar skemmtilegt, ef ég tel ekki með þegar ég kom bílnum ekki í gang kl. 4 á laugardagsnóttu eftir 12 klst vinnu og leigubílaröðin var 2 km löng. Enda endaði ég á því að labba upp á Hallgrímskirkju og taka leigubíl þaðan. Þarna hefði nú verið gott að vera flutt á nýja staðinn.

Vinnan í íbúðinni gengur ágætlega. Eiginmaðurinn kemur stöðugt á óvart með hæfileikum og áræðni á þessu sviði. Ég reyni hvað ég get að aðstoða hann og vera ekki mikið fyrir. Fórum í gær með fulla kerru af rusli og drasli sem við vorum búin að rífa niður, á haugana. Ég er alveg farin að sjá þetta svo mikið fyrir mér hvað þetta verður allt fínt hjá okkur og get varla beðið eftir að fá að flytja inn. Þótt það sé langur vegur þangað til þá er þetta alltaf að styttast og styttast.

En á mánudegi hefst ný vinnuvika og þá kíkir maður á netið og verð ég að segja ykkur frá þessari snilldar síðu sem ég er orðin algerlega sjúk í. Endalaust verið að segja frá nýju slúðir og skemmtilegheitum. Þarna sá maður t.d. fyrst myndir af Siennu Miller og nýja flinginu hennar...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim