Hassel the Hoff ...framhald
Af mbl.is:
Aðdáendur leikarans og poppsöngvarans David Hasselhoff ætla sér nú að koma lagi með honum efst á vinsældalista iTunes með því að safna nafnalista og senda svo boð um að kaupa lagið samtímis. Aðdáendur goðsins, sem kallaður er The Hoff eða „Hoffarinn“, hafa opnað sérstaka vefsíðu til verksins, www.gethasselhofftonumber1.com, og hafa tæp 21 þúsund manns skráð sig á lista þar.
Á síðunni stendur: „Hugsið ykkur hvað Hoffarinn hefur fært heiminum. Knight Rider, Baywatch (sjónvarpsþættina) og sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands. Að ógleymdum gleðistundum af því að fá tölvupóst með myndum af honum í þröngum buxum.“ Þar sem Hoffarinn hafi fært fólki mikla gleði sé tími til kominn að gleðja hann.
Þegar 75.000 hafa skráð netföng sín á listann ætlar sá sem þessu stjórnar að senda öllum „Hoff-viðvörun" sem eiga þá að kaupa lagið Looking for Freedom af iTunes og koma því þannig í fyrsta sæti. Ekki fylgir sögunni útreikningur á því hversu mikið iTunes hagnast á þessari brellu.
www.gethasselhofftonumber1.com
Ef þetta er ekki málstaður sem er þess virði að berjast fyrir þá veit ég ekki hvað er. Allir að drífa sig að skrá sig ASAP.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim