mánudagur, ágúst 21, 2006

Nú árið er liðið


...og þetta er búið að vera yndislegt ár. Á sunnudaginn áttum við brúðkaupsafmæli. Í frábæru veðri í litlu rjóðri fyrir norðan vorum við strákurinn gefin saman með pompi og pragt þann 20. Ágúst 2005. Allir vinir okkar og nánasta fjölskylda var viðstödd og skemmtum við okkur konunglega saman fram á nótt.


Þetta er búið að vera viðburðarríkt ár. Við fórum í ferðalag sem við eigum aldrei eftir að gleyma. Eyddum hverjum degi saman frá morgni til kvölds í næstum 4 mánuði. Keyptum okkur nýja íbúð og fluttum inn í hana. Svo erum við auðvitað búin að eyða ómældum tíma með vinum okkar. Þetta er búið að líða svo hratt. Finnst svo ótrúlega stutt síðan við vorum á pallinum í Höfðaseli.

Þetta er búið að vera frábært ár og byrjunin á einhverju sem á eftir að endast miklu, miklu lengur.

Kærar þakkir til allra sem sendu okkur hamingjuóskir

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim