Það á ekki af mér að ganga
Ekki nóg með það að mér hafi tekist að ná mér í þessa ofur-skemmtilegu pest sem var að ganga og takast að halda í félagsskap hennar svo dögum skipti heldur.... og varið ykkur núna !! Ég er að fá svona rosaleg ofnæmisviðbrögð við pensilíninu sem ég fékk til að losna við pestina. Já haldið þið ekki að maður sé heppinn.
...OG þetta eru svona afskaplega skemmtileg ofnæmisviðbrögð sem lýsa sér í rauðum, upphleyptum depplum í húðinni ÚT UM ALLAN LÍKAMANN. Mér líður eins og ég sé holdsveik og held svei mér þá að mér hafi aldrei fundist ég ljótari á ævinni.
...OG ég er að fara á Bessastaði í dag, lítandi út eins og ég sé að deyja úr einhverri hræðilegri faraldssótt. Ég held að Dorrit vilji ekkert tala við mig þegar ég er svona útlítandi. Er meira að segja að velta því fyrir mér hvort ég eigi yfir höfuð eitthvað að fara.
Sem betur fer er kennslan búin og ég þarf ekki að sýna mig mikið utandyra. Mig langar að leggjast í gólfið og grenja ég er svo pirruð út af þessu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim