The cool hunter
Þegar maður á að vera að læra þá er, eins og alþjóð veit, mjög freistandi að gera eitthvað annað. Það sem ég fell helst fyrir er að skoða allskyns vefsíður. Í flestum tilfellum er þetta afskaplega mikil tímasóun og maður sér ekkert merkilegt. Endrum og eins sér maður þó eitthvað svalt sem vekur áhuga manns. Eitt slíkt sá ég í dag.
Á síðunni hjá Cool hunter sá ég umfjöllun um Svölu Björgvins og Einar kærastann hennar. Þau eru í hljómsveitinni Steed Lord, auk þess sem þau þeyta skífum undir merkjum Susie og Elvis. Þetta er ótrúlega flott síða sem fjallar BARA um eitthvað sem er flott, er alþjóðleg og ótrúlega margir skoða. Það má því segja að Svala og Einar séu nýjasta It-ið úti í heimi sem vekur óneitanlega upp heljarinnar býsn af þjóðerniskennd í litla íslendingshjartanu.
Svo er reykjaviklooks.blogspot.com líka frekar flott síða sem fjallar um götutísku í Reykjavík. Á síðunni eru linkar á aðrar síður sem eru að fjalla um klæðarburð fólks í öðrum borgum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim