laugardagur, nóvember 18, 2006

Veikinda-kokteillinn

Ekki datt mér í hug þegar ég skrifaði síðustu færslu að í tónleika-kokteilinn minn góða um helgina myndi bætast hor, hiti, beinverkir og almenn vanlíðan. Var svona ofur-stinn og fersk að læra á bókhlöðunni til átta á fimmtudagskvöld en komst svo ekki á fætur á föstudagsmorgun. Er búin að vera í náttfötunum síðan þá, fyrir utan þessar 3 klst sem ég dressaði mig upp og setti á mig maskara til að fara og sjá Molana. Sem voru geggaðir. Björk er búin að vera idol hjá mér lengi lengi, örugglega síðan ég var svona 9-10 ára og frétti að hún væri fjarskyld frænka mín. Þá tókum við Stína þá ákvörðun að við ætluðum að halda upp á Sykurmolana, fyrst konan væri nú skyld okkur. Man samt að ég fílaði aldrei hann Einar, hélt því fram að bandið væri betra án hans. Það var svo fyrst í gær sem ég fattaði hann. Hann meikaði einhvern veginn sens, svona í fyrsta skipið. ...eða kannski var ég komin með óráð af hita þarna í þvögunni.

Veit einhvern um skothelt ráð til að losna við þessa flensu helst á svona 12-24 tímum. Hef ekki tíma í þetta vesen!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim