Ég er mætt í skólann
Ætla að vera hérna fram undir hádegi og þá er stefnan sett á rúmið mitt í smá leggju. Allt of erfitt að vakna svona snemma og fara út í kuldann. Hélt í gær að það væri ekki möguleiki á því að ég gæti verið hérna í dag. Tók því ráðin í mínar hendur, lét ekki bjóða mér þetta ástand lengur, fór á læknavaktina og fékk doktorinn til að skrifa upp á sýklalyf fyrir mig. Það hefur svona svínvirkað á mig og mér leið strax betur í morgun. Ætla samt að taka því rólega næstu daga. Má ekki við því að þetta veikindatímabil verði miklu lengra. Bara 21 dagur í fyrsta prófið og tími til komin að spýta í lófana og fara að gera eitthvað.
Áður en ég varð lasin þá var ég búin að sjá það í hyllingum að hanga heima í heilan dag með sængina mína fyrir framan sjónvarpið og láta mata mig á slæmu sjónvarpsefni. Það er óhætt að segja að ég er búin að taka það út. Einn dagur heima yfir tv er kannski allt í lagi en fimm eru aðeins of margir. Var orðin svo leið og depressed í gær að ég andaðist næstum því. Það var eftir að ég horfði á Maid in Manhattan. Kannski þess vegna.
Núna þegar veikindamóðunni léttir þá er það ískaldur raunveruleikinn sem starir í augun á manni. Þrjú skilaverkefni í næstu viku og eitt sem gildir 25% af lokaeinkunn. Glósurnar mínar liggja um alla “skrifstofu” eins og hráviði, ekkert skipulag, engin reiða á neinu. Það er allt í lausu lofti og nú er komin tími til að setjast niður og ganga frá lausum endum. Dagurinn í dag verður helgaður skipulagi og vonandi eins og einu verkefni. Það er að segja eftir lúrinn minn um hádegið. Kvöldið er svo Top Model kvöld. Lokaþátturinn í þessum yndislega þætti. Vonandi vinna “mínar” gellur þetta og ekki pjásan hún Jade. Ég meika ekki Jade.
Svo er litli gullmolinn minn hún Guðrún að koma til mín um helgina. Alltaf hefur hún lag á því að koma þegar ég er að vinna þessi elska. Hlakka samt ýkt mikið til að sjá hana, það er svo langt síðan síðast.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim