föstudagur, nóvember 10, 2006

Helgin - dagskráin framundan

Já það er once again komin helgi, fyrr en nokkurn hefði grunað, og því er rétt að huga að dagskránni sem fyrir liggur. Stór hluti hennar er helgaður Bókasafninu og ekkert sérstaklega spennandi en inn á milli leynist samt eitthvað fjör.

Föstudagur:
Pían stefnir á hár-umbætur seinnipartinn.
Vinna um kvöldið og svo ætla ég að hitta píurnar, vinkonur mínar. Guðný, Steinunn og Margrét Ágústa, ásamt öðru góðu fólki, koma til með að bíða spenntar eftir dömunni þegar vinnukveldinu líkur. Ætli stefnan verði ekki sett á K-barinn eða 11-una eða einhvern af öðrum börum bæjarins. Ég er ýkt spennt.

Laugardagur:
Læra læra læra
Dinner and dancing.
Afmæli hjá Ístak og því fer maður í sitt fínasta púss. Setur kannski á sig naglalakk og augnskugga, fer í hælaskó og drífur sig í Laugardalshöll þar sem krásirnar bíða og Milljónamæringarnir spila fyrir dansi fram á nótt.

Sunnudagur:
Læra læra læra

Annars gengur mér svo vel í skólanum þessa dagana að ég þarf kannski ekkert að læra neitt. Var að fá ritgerð til baka í Inngangi að heimspeki og fékk 9, fékk 10 fyrir verkefni í Eignastýringu um daginn og 8,3 í prófi í sama áfanga. Er svo ýkt klár og mikið náttúrutalent í skólaspekinni. Mín alveg að fara á kostum. Eða er þetta kannski bara spurning um að maður sé loksins komin á lagið með að koma frá sér texta og læra að fara eftir leiðbeiningum í verkefnavinnu. Það er spurning.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim