mánudagur, nóvember 13, 2006

Gleðin


Gleðin var sko mikil um helgina, og lærdómurinn þaðan af minni. Var að vinna á föstudagskvöldið með rúsínubollunum mínum á La Primavera. Eftir það var brunað á Bræðraborgarstíginn og þar biðu stuðboltarnir mínir spenntir eftir mér. Kvöldið var svo eitt stórt hláturskast, spjall og gleði. Við strunsuðum á milli baranna og höfðum gaman. Guðný er búin að setja inn myndir frá kvöldinu. Erum við Margrét ekki sætar?


Laugardagurinn átti að einkennast af lærdómi, sem hann gerði ekki. Við strákurinn fórum í bíltúr og í búðina og svo í kaffi til Röggu og Harðar. Ég fékk að knúsa uppáhalds-börnin mín aðeins, þau Dagnýju Björk og Veigar Már, þau eru svo ótrúlega sæt og góð. Merkilegasti atburður dagsins er sennilega sá að við fjárfestum í höldum á innréttinguna sem verða vonandi settar á næstu daga. Um kvöldið fórum við svo í Laugardalshöll í 35 ára afmæli Ístaks. Það var rosa stuð. Gaman að sjá fólkið sem strákurinn er búin að vera að vinna með og tala um síðustu árin. Eftir gleðina þá var stefnan tekin niður á Næsta-bar þar sem Auður og Andrés voru. Við sátum með þeim og kjöftuðum til svona 3.

Í gær tókst mér samt að læra smá. Alls ekki nógu mikið en samt smá. Hápunktur dagsins var að sjá Borat. Ég hélt að ég myndi annað hvort kafna eða gubba úr hlátri hún var svo fyndin. Sjúklegasta nektaratriði sem ég hef á ævinni séð ...og ég hélt í alvörunni að ég myndi gubba. Þeir sem vilja hita sig upp áður en þeir fara geta séð fullt af brotum með honum á YouTube. Það verða sko allir að fara og sjá Borat ...high five!

Ég vil líka benda fólki á pistilinn hans Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag. Ótrúlega fræðandi og góð upprifjun svona á kosningavetri.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim