sunnudagur, desember 03, 2006

Ég er óheppnasta kona í heimi

Ef þið haldið að ég sé að tala um síðustu færslu og óheppnina mína þar þá hafið þið rangt fyrir ykkur. Óheppnin hélt nefninlega áfram, ótrúlegt en satt.

Í gærmorgun vaknaði nefninlega skvísan með voða verk í ökklunum. Útbrotin voru farin að minnka og ég leit ekki lengur út eins og blettatígur. Ég hringdi á Læknavaktina og þeir vildu endilega fá að sjá þetta. Ég fór þangað, var skoðuð og send á Slysó. Já krakkar mínir SLYSÓ. Mín fór þangað og beið og beið. Loksins þegar ég var næst í röðinni kemur hjúkkan fram og segjr að sé von á mörgum slösuðum úr bílslysi og að þeir geti ekki afgreitt neina sjúklinga af biðstofunni í EINHVERJA KLUKKUTÍMA. Þá vorum við hjónin búin að bíða í laaaaangan tíma.

Þegar maður þarf að bíða í langan tíma á biðstofu þá er náttúrulega ekki annað hægt en að hafa eitt elliært gamalmenni sem segir manni ævisöguna sína. Já já hún talaði við ALLA sem vildu hlusta og líka hina sem höfðu engan áhuga á því. Hún átti mann sem lamdi hana og við fengum að heyra söguna af meiðslunum hennar oft, oft. Skemmtilegt…

Loksins þegar öldurnar lægði, erillinn minnkaði og það koma loksins röðin að mér þá tók ekki betra við. Læknirinn sagði að ég væri með húðsýkingu á báðum fótunum og vildi fá að taka blóðprufu, gefa mér sýklalyf í æð og líka skrifa upp á sýklalyfi í pilluformi. Ég fór fram á aðra biðstofu og hver haldið þið að hafi beðið þar eftir mér. Jú jú gamla kellan. Hún sagði einhverri konu sem beið þarna með okkur aftur frá ofbeldismanninum sem hún bjó með, slys sem litli drengurinn hennar hefði lent í þegar hann var 9 ára (hann er núna 33 ára). …já ég veit ALLT um þessa konu núna. Flottasta comment dagsins hjá kerlunni var samt þegar hún fór að tala um að henni liði eins og hún væri stödd í ER þætti. Í kjölfarið á því fylgdu svo miklar vangaveltur um það að George Clooney væri farið að langa í börn, hann væri nefninlega komin á þennan aldur. Þá áttum við strákurinn mjög bágt með okkur og földum andlitin bak við gæða lesefnið.

Loksins kom svo hjúkkan eftir langa bið, og ég fékk VERSTU hjúkkuna á allri vaktinni. Hún var svo harðhent og mikill klunni að hún þurfti að stinga mig 3 sinnum til að fá æð og ég er svo aum í stungunum núna að ég er að deyja. Og að fá mega marbletti þar sem hún stakk í mig.

Hvernig er í alvörunni hægt að vera svona óheppin? Ég næ því ekki… Allir að passa sig að koma ekki nálægt mér ef þessi óheppni skyldi vera smitandi. Svona var allavegana dagurinn hjá mér. Dagurinn sem átti að fara í rosalega lærdómstörn fór í eitthvað allt, allt annað.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim