Ja hérna...
Það geta ekki allir sagt að þeir séu með áverka eftir að hafa farið á slysó en það get ég!
Skarta núna þessum tveimur fallegu, marglitu marblettum á vinstri hönd eftir stórkostlegar aðfarir blíðustu hjúkrunarkonu í heimi ...hóst hóst. Finnst þeir frekar mikið creepy og er alls ekki hrifin af þeim. Veit svei mér þá ekki hvort ég hætti mér á þessa blessuðu deild í nánustu framtíð. Og vona svo sannarlega að ég þurfi þess bara ekki.
Skellti mér annars í IKEA í gær með Guðnýju og Steinunni og keypti mér þessi fallegu ljós í gluggann hjá mér. Skikkaði svo strákinn til að hengja þau upp í gærkvöldi við lítinn fögnuð. Nú vantar mig bara smá greni til að setja í ljósin og þá verður þetta svo undur fallegt allt saman. Fékk mér líka hangikjöt á íslenskan máta í sænska magazininu, með grænum baunum, rauðkáli og uppstúf. (Eða reyndar fékk ég mér ekki rauðkál og uppstúf, finnst það bæði frekar vont) Og við hlógum mikið og töluðum hátt, eins og okkur einum er lagið. Það var mjög mjög gaman. Takk fyrir gærdaginn stúlkur.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim