þriðjudagur, desember 05, 2006

Próf, próf...

Já stressið er byrjað, svitinn farin að brjótast út og andateppan farin að segja til sín. Og þá langar manni líka til að gera allt, allt annað en að læra. Mig langar að setja upp seríur, fá mér aðventukrans, kaupa jólagjafir og hanga á kaffihúsum. Langar reyndar alltaf að hanga á kaffihúsum þannig að það er svo sem ekkert nýtt eða prófatengt.

Heilsan farin að skána þannig að einhver lukka er sennilega farin að beinast til mín. Vonandi skilar hún sér í prófunum líka.

Er búin að búa til óskalista sem ég er búin að hengja á ísskápinn fyrir eiginmanninn að stúdera. Birti kannski valda kafla úr honum hérna á síðunni við tækifæri. Ekki það að einhver komi til með að kaupa eitthvað af þessu nema helst þá hann. Alveg glatað hvað maður fær alltaf fáa pakka.

Get ekki beðið eftir að þessi törn klárist og það komi jól.

Hlakka svvooooo til!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim