Brasið
Já ég er núna að brasa við að lesa undir próf sem er á dagskránni kl. 10 í fyrramálið. Það gengur ekkert allt of vel, er búin að komast að því að það er alveg satt sem þeir segja með sellurnar í ófrískum, þær verða eitthvað hægari en venjulega. Er s.s. búin að sitja hérna við í dag, með góðum hléum, og reyna að einbeita mér án þess að það gangi neitt. Kannski út af sellunum, kannski út af því að hugurinn vill reika eitthvað annað. Stjórnmálaheimspekin ekki alveg eins heillandi dagdraumaefni og væntanleg koma frumburðarins.
Við fengum vagninn í gær, þvílíkt bónaðan og flottan, ekki að sjá á honum að hann hafi nokkurn tímann verið notaður. Fórum svo líka í gær í innkaupaleiðangur og keyptum það sem uppá vantaði, fjárfestum t.d. í þessum forláta bílstól sem mér finnst afskaplega fínn. Það má því segja að það sé allt tilbúið og bíður maður þess vegna bara enn spenntari en áður eftir að það gerist eitthvað. Vonandi verður biðin 3 vikur frekar en 5.
Var annars að lesa bakþankana hjá Davíð Þór Jónssyni í Fréttablaðinu áðan og fannst næstum eins og ég hefði getað skrifað þetta sjálf. Svo algerlega talað úr mínu hjarta. Þessi blessaða pólitík er náttúrulega með því fyndnara sem gerist. Ég skora á alla að lesa þennan pistil hjá honum, hann er snilld.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim