fimmtudagur, apríl 15, 2004

Átakið, árshátíðin og skvísuhittingur

Það er orðið langt síðan maður skrifaði eitthvað hérna síðast. Páskarnir voru rosa fínir, ég hékk með Sugarbabes, fór í fermingarveislu, fór á árshátíð og át á mig gat. ...enda er byrjað núna átak í ræktinni. Ég skellti mér niður í Laugar í hádeginu í gær, var búin að vera í rúman hálftíma á hlaupabrettinu að horfa á PoppTV þegar Four weddings and a funeral byrjaði á BíóRásinni. Ég var næstum því búin að slá þessu upp í kæruleysi og lengja matartímann minn úr klukkustund í 3 klukkustundir. Það er því algerlega á stefnuskránni næstu dagana/vikurnar að sjá þessa gömlu, góðu mynd. Alveg ótrúlegt hvað sjónvarp getur verið mótíverandi.

Árshátíð H-fleygs fór ótrúlega vel fram, þótt mætingin hefði mátt vera betri hjá kvennþjóðinni (Kolla og Margrét þið megið t.d. taka þetta til ykkar). Það voru ótrúlega mörg skemmtiatriði og m.a. var frumflutt H-fleygs lagið, sem var tekið upp í stúdíói þennan sama dag. Það voru snillingarnir Sandmaðurinn og Alvitur sem áttu allan heiðurinn af því. Eftir árshátíðina var svo skellt sér niður á Kaffi Krók, þar sem var frekar fámennt en góðmennt.

Mig langar að nota tækifærið í þessum skrifum mínum til að stinga upp á skvísuhitting sambærilegum þeim sem var á Kaffibrennzlunni um daginn. Þar sem við Kolla ófríska, Eggið, Hugrún og Ausa hittumst og spjölluðum. Guðný Ebba er að sjálfsögðu velkomin með og allir aðrir sem vilja. Við erum náttúrulega allar svo frábærar að hver vill ekki koma og hitta okkur spyr ég bara?? Endilega látið í ykkur heyra í commentakerfinu.

Næsta helgi er ekki ennþá plönuð hjá mér, allar hugmyndir vel þegnar svona "by the way". Pressan er að ég fari með mínu ektamanni í fermingarveislu á Sauðárkrók, en ég svona hálfpartinn nenni því ekki. Var þar síðustu helgi og ekki búin að vera neitt rosa mikið heima hjá mér og einhvern veginn núna er litla íbúðarholan mín á Þinghólsbrautinni alveg rosalega aðlaðandi. Í kvöld er það að sjálfsögðu Sex in the city ég vil kvetja alla til að fylgjast vel með síðustu þáttunum í þessari frábæru seríu. Einnig er Bachelor á dagskrá í kvöld, það má heldur ekki missa af því. Áður en þessir góðu þættir byrja er planið að skella sér í Laugar og svo í Kringluna með henni Röggu minni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim