föstudagur, júní 25, 2004

Helgarplanið

Jæja, helgin framundan og búið að plana hvað á að gera. Eftir vinnu er stefnan sett á Sauðárkrók þar sem sennilega verður kíkt á barinn í kvöld. Á laugardaginn ætlum við svo að fara út í sumarbússtað og vera þar fram á sunnudag. Grill, bjór og fleira skemmtilegt verður þar á dagskránni ásamt kajakferð vonandi. Jacob, dani sem var að vinna með Indriða ætlar að kíkja á okkur og einn vinur hans. Svo kemur sennilega Ísak með okkur og vonandi hittir maður einhverja fleiri. Verða einhverjir fleiri fyrir norðan um helgina?

Var annars að kíkja á stundaskrána mína fyrir næsta vetur. Ég verð mest í skólanum á mánudögum, bara e. hád. á þriðjudögum og miðvikudögum og í fríi á fimmtudögum og föstudögum. Ljúft líf það ha..?? Ætli maður þurfi ekki að nýta þessa daga til að læra samt. Ég var að reikna út áðan hvað ég á eftir að vinna marga daga og þeir eru u.þ.b. 30. Þetta er allt að styttast, ég er alveg að fara að byrja í skólanum...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim