Klaufabárðafrænkurnar
Alveg síðan ég las afskaplega skemmtilegt innlegg hjá stórfrænku minni og nánast alnöfnu Kristínu Laufeyju aka. Klaufeyju þá hef ég verið að telja í mig kjark til að segja frá svipuðu nærbuxnatilfelli sem kom fyrir mig. Ég hef þann ósið, eins og frænka mín, að fara úr öllum fötunum í einu og skilja þau smekklega eftir mig á gólfinu í hrúgu þegar ég fer að sofa. Oftar en ekki sortera ég ekki fötin fyrr en næsta dag, eða jafnvel þarnæsta (já ég er sóði). Mínar g-strengsbuxur fuku reyndar ekki niður af svölunum í viðringu heldur skutust neðan úr skálminni í Kringlunni. Ég var í mestu makindum að spóka mig, sem betur fer á rólegum tíma þegar nánast engin annar var á ferðinni, þegar eitthvað lítið svart skaust framhjá mér. Fyrst vissi ég nú ekki hvað var um að vera en þekkti fljótlega gripinn sem blasti við mér á Kringlugólfinu. Ég var samt ótrúlega fljót að taka hann upp og stinga í vasann þar sem þær þurftu að dúsa þangað til ég komst með þær heim. Þar hafið þið það gott fólk, það er ekki bara það að við heitum sömu nöfnunum heldur erum við ótrúlega jafn-óheppnar í undirfatamálum við frænkurnar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim