Póli...helv...tík
Ein af merkilegri fréttum dagsins finnst mér vera fylgi stjórnarflokkana sem sagt var frá í morgun. Á einhvern óskiljanlegan hátt þá hefur X-D (D fyrir Dabbi og drusla) farið úr 25% upp í 35,7% frá í því 20. maí. Á sama tíma hefur t.d. bæði fylgi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna minnkað. Það er alveg ótrúlegt hvað við íslendingar getum verið miklir gúbbífiskar. Um leið og allir skandalarnir er farnir aðeins að hverfa úr fréttum þá hverfa þeir líka úr hugum okkar. Nýjasta klúðirð hjá stjórninni eru eins og allir vita skólamálin í landinu. Það er meira að segja skandall í framhaldsskóla-kerfinu.
Alveg þangað til Þorgerður Katrín varð ráðherra þá leit ég upp til hennar. Mér fannst hún standa sig ofsalega vel á þingi og var ánægð með hana. Núna hins vegar er öldin önnur. Að horfa upp á hana fjársvelta Háskólann og voga sér að tala um skólagjöld hefur valdið því að álitið er algerlega horfið. Ég held að fólk sem er hlynt skólagjöldum sé upp til hópa fáfrótt og jafnvel heimskt. Hvernig í ósköpunum á það t.d. að ganga upp að taka svimandi há námslán (þau eru víst alveg nógu há fyrir) til að læra að vera segjum leikskólakennari eða þroskaþjálfi og fá 140 þús í grunnlaun að því háskólanámi loknu. Það segir sig sjálft að það myndi ekki nokkur lifandi sála fara að læra þetta og vera alla ævi að borga upp þessi námslán. Fyrir utan það að það geta ekkert allir tekið námslán. Til að geta tekið námslán þá þarftu einhvern til að skrifa upp á fyrir þig og það búa ekki allir svo vel að hafa svoleiðis einhvern.
Ég ætti kannski að hringja í nemendaskrána hjá HÍ og biðja um að fá að breyta umsókninni minni yfir í Stjórnmálafræði. Ég er að verða svo pólitísk að ég er eiginlega farin að hræða sjálfa mig...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim