föstudagur, júní 18, 2004

Frídagarnir miklu

Dagurinn í dag og dagurinn í gær eru búnir að vera afskaplega góðir dagar. Frí í gær og líka frí í dag, eða svona mestan partinn af deginum allavegana. Dagurinn í gær var fínn, röltum um bæinn við hjúin og hittum Ísak og Pálínu, Ísak kaffibrúnn nýkominn frá DK. Frábært að hitta þau. Um kvöldið fórum við svo hérna á Rútstún, þar sem hátíðardagskrá Kópavogsbúa var haldin, og hlustuðum þar á einhverjar hljómsveitir. Best fannst mér sennilega rokkaraband úr einhverri félagsmiðstöð hérna í Kópavogi, mega góðir gæjar og bassaleikarinn með þvílíka sviðsframkomu. Það er mér sko að skapi. Í dag er ég svo búin að vera að þvælast í 101. Fór í hádegismat með Sólveigu á Vikor, hitti svo Röggu og börnin um miðjan daginn og svo kom Indriði til mín um kl. 5. Þess á milli rölti ég upp og niður Laugarveginn og safnaði að mér alls konar dóti. Keypti m.s. Jagúardisk í Skífunni, klút í Spútnik og handstúku í Oni, mega flott. En... núna erum við að fara í grill til Sólveigar og Hólmars ...later.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim