mánudagur, júní 07, 2004

Afmæli, Emmi Alki og ævintýri dagsins

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ STÍNA MÍN

Elsta og besta vinkona mín og frænka hún Stína átti afmæli í dag. Hún hvorki meira né minna en 26 ára gömul skvísan og eyðir afmælisdeginum í Oxford á Englandi. Fær hún okkar bestu og innilegustu afmæliskveðjur.

Frétt vikunnar og jafnvel mánaðarins var á forsíðu DV í dag með fyrirsögninni "Smáhundur drapst í nauðgunartilraun" og við hliðina á þessari fyrirsögn þessi fína mynd af Emma alka. Ég hló í svona 15 mínútur af þessu og varð að glugga aðeins í blaðið til að fá frekari útlistun á þessu öllu saman. Datt ekki í hug að Emmi væri farin að leggjast með dýrum og var það heldur ekki raunin.



Var annars í fríi e. hádegi í dag og hafði það huggulegt. Fór í ræktina um kl. 1 og var þar í 3 tíma, þvílíkt tekið á því. Fór svo heim og skipti í töskunni og fór niður í Nordica-spa. Var búin að panta mér tíma í andlitsbað og fór í gufu og svona áður og í pottinn á eftir. Ofur næs. Ef það væri hægt að eiga heima þarna þá væri ég alveg til í það.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hi hi eg sa lika thessa forsidu a netinu og var einmitt ad spa hvad vaeri eginlega i gangi!!! uff eg vaeri sko alveg til i ad komast i laugar nuna, herna er orugglega 35 stiga hiti og gersamlega olift!
stina

2:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta kommentakerfi er ekki að virka eins og það á að gera...

2:17 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim