Kynþokki
Ég var að hugsa í gær um kynþokka og hvað bæði útlit, fas og ekki síður rödd hefur mikið að segja varðandi kynþokka karlmanna. Tökum sem dæmi David Beckham. Mér fannst hann alveg dead sexy svona fyrst en þegar greyið maðurinn opnaði munninn og út kom þessu hjáróma rödd þá dó það um leið. Annað gott dæmi er Vin Diesel, sem mér finnst heitari en allt heitt, ekki nóg með það að hann sé svakalega matsjó (og ofurmikið massaður) þá hefur hann æðislega rödd. Hún er svo djúp og karlmannleg að annað eins hefur varla heyrst. Ef það ætti að dæma bara á útlitinu hvor væri flottari David Beckham eða Vin Diesel þá myndi Beckham vinna en þegar allt er skoðað þá er Diesel karlinn miklu flottari. Sem betur fer á ég frábæran mann með kynþokkafulla og karlmannlega rödd.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim