sunnudagur, júní 20, 2004

Andvaka

Ég get ekki sofið. Yfir-svefnpurkan sjálf. Ég held að allt of mikið magn af sykri blandað saman við allt of margar hugsanir séu að orsaka þetta svefnleysi hjá mér. Indriði er steinsofandi og ég hef það ekki í mér að vekja hann svo ég hafi einhvern að tala við þannig að núna er ég í tölvunni. Datt í hug að gera eitt til að koma einhverri reglu á þessar hugsanir mínar.

1. Ég er fædd 08.10.1979
2. Og er þess vegna Vog
3. Og ber öll góð einkenni fólks í Voginni, óákveðni þar á meðal
4. Ég á 3 systkyni
5. Og er elst
6. Ég hef alltaf þurft að passa þessi systkyni mín.
7. Ég er sjúklega tapsár
8. Ég er með fullkomunaráráttu á háu stigi
9. Ég er uppfull af menntasnobbi
10. Og merkjasnobbi
11. Ég er skírð eftir ömmu minni og systur hennar
12. Ég á tvær ömmur en engan afa lengur
13. Mér þykir ótrúlega vænt um ömmur mínar
14. Ég er alin upp í sveit
15. Sem mér finnst fínt núna en hataði þegar ég var yngri
16. Ég er ótrúlega heimakær
17. Og finnst ótrúlega vænt um heimilið mitt á Þinghólsbrautinni
18. Ég er sjúk í poppkorn
19. Og allt salt og sterkt nammi
20. Ég get horft endalaust á Sex and the city og Friends
21. Ég get verið sjúklega löt
22. Ég er alger svefnpurka
23. En verð samt stundum andvaka
24. Ég borða ekki ananas
25. Og ekki maísbaunir úr dós
26. Ég var sjúklega matvönd þegar ég var yngri
27. En er öll að skána
28. Ég get verið hræðilega gleymin
29. Sérstaklega á allt sem gerðist þegar ég var yngri
30. Ég man samt andlit sjúklega vel
31. Þá meina ég sjúklega vel
32. En er alls ekki eins góð að muna nöfn
33. Ég hef búið á mjög mörgum stöðum um ævina
34. Átti varla fast heimili frá því ég var 16 og þangað til ég var 21
35. En líður ótrúlega vel á heimilinu mínu núna
36. Ég get með engu móti borðað fitu
37. Kúgast ef ég fæ hana upp í mig
38. Ég get verið alveg ótrúlega frek
39. Og leiðinleg
40. Mig langar til að giftast
41. Og eignast 2 börn
42. Ég hef farið oft til útlanda
43. Og langar að fara oft í viðbót
44. Ég væri til í að búa í útlöndum
45. Ég hef 3 sinnum verið ástfangin
46. En aldrei eins mikið og núna
47. Ég er ótrúlega langrækin
48. Mér finnst gaman að dansa
49. Og ég syng oftast með útvarpinu í bílnum
50. Ég er sjúklega klígjugjörn
51. Ég er líka sjúklega myrkfælin
52. Mér finnst fínt að taka til
53. En leiðinlegt að þrífa
54. Leiðinlegra að vaska upp
55. Og leiðinlegast að strauja (enda geri ég það eiginlega aldrei)
56. Ég er sjúklega pólitísk
57. Ég er guðmóðir Veigars Márs
58. Ég þoli ekki óvissu
59. Ég þarf alltaf að hósta þegar ég sting eyrnapinna upp í eyrað á mér
60. Don´t ask why...
61. Ég sofna oftast á maganum
62. Mér tekst ótrúlega oft að koma of seint
63. En er þvílíkt búin að vera að reyna að taka mig á í því
64. Ég vill alltaf allt fyrir vini mína gera
65. Enda elska ég vini mína ótrúlega mikið
66. Ég á fullt af fötum
67. Og nýbúin að kaupa mér nýjan fataskáp
68. Ég á líka helling af skóm
69. Sem ég kemst alls ekki yfir að nota alla
70. Ég hef verið íslandsmeistari 3 sinnum
71. Ég kann að spila á þverflautu
72. Mér finnst gaman að lesa bækur
73. En geri það allt of sjaldan
74. Er núna að lesa Da Vinci lykilinn
75. Las síðast Ég lifi
76. Sem var sjúklega góð
77. Ég er netfíkill
78. Ég hef aldrei verið tekin af lögreglunni
79. Og bara einu sinni lent í árekstri
80. Ég hef aldrei beinbrotnað
81. Mér finnst gaman að elda og baka
82. En geri það sjaldan
83. Ég hef ofsalega gaman að dýrum
84. Og hef átt kindur, kött, hest, kú, marga gullfiska, hvolpa og kettlinga
85. Ég þoli ekki fólk sem er gott með sig
86. Ég verð að fara að sofa...

Kluukkan er núna að verða 3 og ég er ekki einu sinni farin að geyspa. Ég á eftir að verða rosalega þreytt á morgun...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim