mánudagur, júní 14, 2004

Hvolpur, Starsailor og partý partý

Ég er búin að vera afskalega löt við að setja eitthvað hérna inn. Kannski orðin pínu smeyk yfir því hvað margir kíkja hérna á síðuna. Finnst ég vera pínu berskjölduð. En helsta ástæðan fyrir litlum skrifum hérna undanfarið er að ég varð að gera heiðarlega tilraun í því að eignast hund. Eins og kannski sumir vita er Indriði með rosalegt ofnæmi fyrir nánast öllu sem hreyfist og gekk því hundatilraunin ekkert ofsalega vel. En ég reyndi þó. Fengum s.s. hvolp í láni í 2 daga, sem átti s.s. ekki að framkalla ofnæmi hjá stráknum, en gerði það samt. Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið svekkt, litla krílið var hrykalega mikið krútt, en þegar kom að því að velja milli Indriða og hundsins þá átti hundspottið lítinn séns.

Náði að gera annsi mikið um helgina. Fór á föstudaginn á Starsailor tónleikana á Nasa. Þeir voru GEÐVEIKT góðir. Ég hef nú ekki hlustað neitt rosa mikið á þá en stefni að því að gera mun meira af því í framtíðinni. Ég fór með Chris Rock og Signýju Hermanns vinkonu hennar.



Á laugardaginn fórum við Indriði svo í partý til Binna og Tobbu. Þar var fullt af Króksurum, m.a. Margrét Ágústa og Róbert sem ég hafði ekki hitt lengi. Við fórum svo um kl. 3 niður í bæ og kíktum á NASA þar sem gamla grúppan Skítamórall var að spila. Þeir voru reyndar alveg ágætir, allavegana vorum við ekki komin heim fyrr en um kl. 5 um morguninn, alveg búin á því eftir erfiða nótt. Í gær héldum við okkur svo að mestu til innan dyra, horfðum á Friends og lögðum okkur.

Núna er ég að reyna að rembast við að klára að bóka síðustu vinnuferðina mína. Ég fer til Hong Kong með Herdísi sem er að kaupan inn skóna og við verðum úti í rúma viku. Ég missi reyndar af Landsmótinu, verð úti frá 10. Júlí til 17. Júlí. Indriði kemur svo og hittir mig í London 17. og við ætlum að ferðast um England í svona viku.

Guð hvað ég hlakka til að fara í FRÍ ...

2 Ummæli:

Blogger Kristin Laufey sagði...

Hæ skvís... ég sá þig nú ekki á Starsailor... Þú hefur líklega ekki séð mig heldur eða... ég var þessi sem steig fimm skref inn á staðinn og flæktist svo í einhverjum annarra manna löppum og datt kylliflöt!!! Ansi áhrifamikil innkoma! Er núna með huge marblett sem þekur ca. 1 ferdesimeter af hnénu!!

12:51 f.h.  
Blogger lkristin sagði...

Ég sá þig ekki, glatað að missa að fara svona á mis. Við hefðum getað skemmt okkur rosa vel saman. :)

10:53 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim