Helgin, vikan og harkið
Helgin var rosa fín. Við fórum norður, stoppuðum aðeins í sveitinni heima hjá mér og héldum svo á Krókinn þar sem við gistum á föstudagskveldið. Dönsku strákarnir komu svo mjög seint um kvöldið (eða mjög snemma um morguninn) og gistu þar líka. Á laugardeginum fórum við í sumarbússtaðinn, þvílíkt gott veður og alltaf jafn yndislegt þar. Erla, Karsten og fjölskylds og Margrét og Róbert komu svo um kvöldið og grilluðu með okkur. Það var þvílíkt mikið spjallað og borðað fram á rauðanótt. Á sunnudeginum fórum við svo heim á leið, komum við á Ábæ og fengum okkur að borða og héldum svo í sveitina. Stoppuðum aðeins þar og héldum svo í bæinn. Mikið er alltaf gott að komast heim til sín þegar maður er búin að vera á svona flakki.
Það er annars þvílík dagskrá framundan í þessari viku. Ég held að ég sé upptekin öll kvöld fram á laugardag. Er t.d. að fara í matarboð bæði á fimmtudags og föstudagskvöld, erfitt að vera svona vinsæll!! ;o) Langar ofsalega mikið til að hitta H-vaða stelpurnar á miðvikudaginn og búin að taka það kvöld frá fyrir þann hitting. Hvað segið þið um það skvísur? Eruð þið ekki til í það?
Þrátt fyrir miklar annir í sósíal-lífinu þá þarf ég líka að vinna eins og brjáluð í vikunni, og reyndar næstu líka. Er að fara út e. nokkra daga og ofsalega margt sem þarf að klárast áður en ég get farið. Nenni því samt ómögulega, þarf þvílíkt að skipuleggja mig og hef ekki orku í það þessa dagana...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim