fimmtudagur, júlí 01, 2004

Barnið, fríið og ljúfa lífið


Nýjustu fréttirnar eru náttúrulega þær að Kolla Stella er orðin mamma og á orðið litla ótrúlega sæta dóttur. Við Ellen kíktum á Akranes til hennar í gær og litum á skvísuna, hún var nú bara ekkert smá sæt. Eins og þið sjáið... Við stoppuðum nú ekki lengi, stofna fylltist fljótt af fólki sem var komið að norðan til að sjá skvísuna líka. Ég trúi því staðfastlega að hún eigi eftir að heita Laufey annað hvort sem fyrra eða seinna nafn. Innilega til hamingju með þetta vinkona, þú ert alger hetja. Fleiri myndir af prinsessunni má skoða hér

Annars er bara fínt að frétta af Þinghólsbrautinni. Það styttist óðum í sumarfríið. Bara 9 dagar þangað til ég fer til Hong Kong og 16 dagar þangað til Indriði hittir mig í London. Ég get varla beðið... Við skelltum okkur í gærkvöldi niður í Mál og menningu í Austurstræti þar sem við keyptum ekta túristabók um London. Eina ferðabókin sem þeir áttu til um þessa góðu borg var á íslensku, ekkert til frá neinum öðrum, sem mér fannst frekar glatað. Það var t.d. til margar bækur um Kúbu og Perú en ekki um London. Ég var líka að tala við Ellen í gær á leiðinni frá Akranesi um staði í Hong Kong sem hægt væri að skoða. Verslunarfíklarnir sem ég vinn með halda því statt og stöðugt fram að það sé ekki hægt að skoða neitt þarna, bara versla. Sem ég auðvitað trúði þá. Núna ætla ég hins vegar að skoða eins og ég get. Synd að vera komin alla þessa leið og skoða sig ekkert um. Hérna er síða sem ég er búin að vera aðeis að skoða. Takið eftir því að hitastigið þarna er núna: 28-33°C. Við Herdís erum líka búnar að bóka þetta hótel með sundlaug á þakinu þannig að þegar maður er búin að vinna þá veður farið strax út í sólbað. Guð hvað ég hlakka til...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim