Dagpeningar og gömlu góðu dagarnir
Núna er ég alveg brjáluð. Vorum að fá sendar nýjar reglur yfir dagpeninga sem snillingarnir í fjármálaráðuneytinu voru að taka í gildi í dag. Bara á þessari vikuferð sem ég fer núna þá fæ ég tæpl. 40 þús lægri dagpeninga út af þessum nýju reglum. Eins og gefur að skilja þá vekur þetta ekki mikla lukku hjá skvísunni. Mann munar nú um 40 þús krónur svona aukalega. Herdís sem er að fara með mér er núna á hold hjá fjármálaráðuneytinu til að kvarta yfir þessum svívirðilegu breytingum. Allt gersamlega crazy...
Er annars búin að vera í þvílíkum Afturtilfortíðar-gír undanfarið. Keypti mér nefninlega gamla Madonnu diskinn Immaculate collection um daginn og er búin að vera að hlust á hann í bílnum. Þeir sem hafa orðið á vegi mínum á götum Rvk. hafa örugglega flestir rekið upp stór augu. Mín með músíkina í botni og syngjandi með eins og fífl. Ég átti þennan disk nú þegar ég var yngri á kasettu, takið eftir því, og hlustaði á hana þangað til hún slitnaði minnir mig. Það eru þvílík snilldarlög á þessum diski:
01 Holiday
02 Lucky Star
03 Borderline
04 Like A Virgin
05 Material Girl
06 Crazy For You
07 Into The Groove
08 Live To Tell
09 Papa Don't Preach
10 Open Your Heart
11 La Isla Bonita
12 Like A Prayer
13 Express Yourself
14 Cherish
15 Vogue
16 Justify My Love
17 Rescue Me
Indriði kom reyndar með það comment að ef þetta væri gefið út í dag þá færi þetta í tónlistarclassa með Leoncie, þetta væri svo hræðilegt. Ég þarf náttúrulega ekki að taka það fram að ég var honum mjög ósammála. Ég og Stína vinkona sömdum meira að segja dans við Like a prayer þegar ég var 11 og hún 12 held ég og dönsuðum á skólaskemmtun. Við vorum í leðurpilsum og þvílíkt flottum toppum. Móður minni fannst þetta líka heldur djarfur dans og klæðnaður fyrir okkar aldur og skammaðist sín fyrir frumburðinn ofaní tær.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim