þriðjudagur, júlí 06, 2004

Metallica, Mínus og Mígreni


Þá er helgin liðin og vinnuvikan hafin með öllum sínum leiðindum. Mín skellti sér með bóndanum á Metallicu tónleikana á sunnudaginn. Rosa mikið stuð þar, 18 þús mans í einum stórum svitapolli. Mínus og Brainpolice að hita upp. Ég var nú ekki komin nógu snemma til að sjá Brainpolice en Mínus voru flottir. Heldur þungir fyrir mig reyndar en ég fílaði þá samt. Ég hef nú ekki hlustað mikið á Metallicu svona í gegnum tíðina. Helst hlustaði ég á svörtu plötuna þeirra en lítið síðan þá. Tónleikarnir voru góðir nema ég var að því komin að hníga niður úr hita og ofþurrki á tímabili. Vorum á A-svæði sem voru sennilega mistök, eiginlega betra að vera á B-svæðinu þar sem var ekki eins mikill troðningur. Var líka ekkert of vel fyrir kölluð, aðeins of mikið stuð á laugardaginn hjá okkur. Við fórum s.s. í innflutnings-partý til Ísaks og Pálínu. Sjá hér og hér og hér. Þar var rosa mikið stuð í partýinu Hr. Ljómi San var búin að búa til forláta ratleik sem farið var í þegar aðeins var liðið á partýið. Ótrúlega sniðugur strákurinn, hann var líka sjálfur í verðlaun, í H-fleygs stuttbuxunum ber að ofan. Brjálæðislega fyndið...

Held samt að ég verði að fara að láta athuga hvort ég sé með mígreni. Er alltaf með höfuðverk þessa dagana. Fór t.d. ekki í vinnuna í gær því mér var svo illt. Held að þetta gæti samt hafa verið eftirköst síðan á tónleikunum, ljósin og hávaðinn ekki að gera góða hluti. Ég lagaðist allavegana ekki fyrr en seinnipartinn e. marga kaffibolla og 3 parkódín.

Er svona aðallega að pirra mig á heimsku fólki þessa dagana, sem oft áður. Bæði hérna í vinnunni hjá mér, á götum borgarinnar og eiginlega hvar sem helst. Nenni ekki einu sinni að setja mig inn í þetta fjölmiðla-laga-fár, allt of mikill drami, meira að segja fyrir mig.

Annað fréttnæmt sem gerðist um helgina var að við H-vaða skvísur héldum fund á Brennzlunni á laugardaginn. Þar voru ýmisleg mikilvæg málefni rædd, borðaður góður matur og margt fleira. Takk fyrir góðan fund skvísur !! Helstu málefnin sem liggja fyrir hjá okkur eru:
1. Bóka íþróttahús fyrir blakið í vetur
2. Redda hljóðfærum
3. Redda leikreglum í blaki
4. Læra á hljóðfærin
Þegar þessi 4 atriði eru komin þá erum við í þvílíkt góðum málum fyrir veturinn og ekkert sem bíður okkar en að vera heimsfrægir rokkarar og blakspilarar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim