Gleðileg jól...
Prófin loksins búin og jólin og jólafríið framundan. Átti voða notalegan dag í dag fyrir utan smá þynnku í morgun. Próflokadjamm í gær og rosa gaman hjá skvísunni. Við hagfræðiskvísurnar fórum og skemmtum okkur konunglega. Í morgun fór ég svo niður í bæ, verslaði nokkrar jólagjafir og settist inn á Súfistann. Ekkert sem læknar pínu þynnku betur en stór latte og Cosmopolitan á þessu fína kaffihúsi.
Þar sem ég komst ekki í að skrifa nein jólakort þá er hérna kveðja til ykkar allra:
Eigið þið öll gleðileg jól og farsælt komandi ár
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim