Busy times...
Já það má vægast sagt segja það að það sé búið að vera mikið að gera hjá mér. Búin að taka tvö próf og er langt komin með fyrstu ritgerðina sem ég þarf að skila. Ekki búin að vera eins dugleg í stærðfræðinni, sem mér finnst óskiljanlegt bull, eins og ég hefði eiginlega þurft að vera. Auglýsi því hér með eftir stærðfræði-gúrú sem er til í að taka mig í aukatíma fyrir smá pening og kenna mér þessa hebresku.
Er að fara í fyrstu vísindaferðina í dag. Ferðinni er heitið í MP-fjárfestingabanka, eða eitthvað svoleiðis þar sem skák-gúrúinn Margeir Pétursson er víst aðal maðurinn. Eftir það er ferðinni heitið á Pravda þar sem Hagstjórnardagurinn verður haldinn. Ég er víst búin að lofa mér í það að vera liðsstjóri í ræðuliði hagfræðinga sem eru að keppa við stjórnmálafræðinga. Alveg merkilegt hvað ég er fljót að koma mér í klípu alltaf. Þetta verður samt fínt, ég get kannski pumpað einhverja af þessum strákum í liðinu til að segja mér leyndarmálið á bak við það að ná stærðfræði I...
Hef annars ekkert frá neitt rosa miklu að segja nema það náttúrulega að ég átti afmæli um daginn. Varð fjórðungsaldargömul, vá hvað það er mikið maður. Fórum með Röggu og Herði á Sjárvarkjallarann, sem var alveg geggjað, mæli mjög með þessum stað. Er annars eiginlega bara búin að vera á bókhlöðunni að læra. Það eru nokkrir skemmtilegir sem hafa stytt mér stundirnar þar eins og t.d. Belle og Sebastian, Franz Ferdinand og Jeff Buckley. Alveg merkilegt hvað það er miklu betra að læra með smá tónlist í eyrunum. Take me out m. Franz Ferdinand hljómar t.d. núna í tölvunni, rosalega eru þeir skemmtilegir...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim