Allt með kyrrum kjörum...
Já það má með sanni segja að allt sé orðið aftur eðlilegt. Fríið búið, skólinn byrjaður og botnlausa átið hætt. Mikið er ég fegin!! Jólin voru annars mjög fín, maður eyddi þeim í ferðatösku eins og svo mörgum jólum þar á undan og á flakki milli sveitarinnar og Sauðárkróks. Ég fékk fullt fínt í jólagjöf, margar fínar bækur sem ég er flestar búin að lesa, föt, skartgripi o.m.fl. Þó að maður sé fegin því að lífið sé aftur komið í eðlilegt horf þá var þetta jólafrí samt mjög fínt, maður náði að eyða smá tíma með familyunni og slappa helling af.
Helstu fréttir af mér aðrar eru þær að pían er að fara til London þann 29.01. til 01.02. Fengum flug á 2.000 hjá Iceland express báðar leiðir sem var hreinlega of gott tilboð til að láta framhjá sér fara. Pöntuðum okkur svo þetta fína hótel á netinu og fengum það líka á rosa fínum prís. Hlakka ótrúlega mikið til að fara og hitta kannski Stínu vinkonu smá í leiðinni. Verst að fjárhagurinn leyfir ekki mikið búðaráp.
Skellti svo með hérna smá mynd af Oddnýju, mér og Jónu sem eru báðar með mér í skólanum. Myndin er frá próflokadjammi Ökonomiu sen var þann 21.12.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim