föstudagur, október 01, 2004

Morgunsjónvarpið


Mér finnst alltaf jafn skrítið að horfa á morgunsjónvarpið á föstudagsmorgunum. Það atriði sem vekur helst áhuga minn er þegar þáttastjórnendurnir sitja við dekkað borð með rosa flottan "dinner" (takið eftir að ég segi DINNER) fyrir framan sig, rauðvín í glasi og láta þjóna sér fram og til baka. Sú tilhugsun að fólk sé að borða eitthvað svona og drekka eitthvað svona fyrir kl. 9 á virkum morgni er eitthvað svo ótrúlega súrealískt. Eina tilvikið þar sem það er "leyfilegt" að drekka áfenga drykki fyrir hádegi er um verslunarmannahelgi eða þegar maður er í útlöndum (eða það finnst mér allavegana). Það má t.d. alveg velta því fyrir sér hvort þetta sé mjög gott fordæmi fyrir alla unglingana sem eru í verkfalli þessa dagana og hafa ekkert annað að gera en að horfa á sjónvarpið, já eða bara hvern sem er. Ætli þáttastjórnendur fari ekki beint upp í sína bíla eftir útsendingu og keyri heim? Ekki það að ég sé orðin stúku-kona eða áfengis fanatíkus. Málið er bara að þetta atriði er eins bjánalegt og það getur orðið. Ótrúlega bjánalegt!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim