miðvikudagur, maí 04, 2005

Oprah, rebellinn og tv-ið...

Greyið Svanhildur Hólm. Hún sem hélt að hún væri að gera svo svaka góða hluti fyrir Ísland með því að fara og tala við Opruh Winfrey um okkur og okkar siði. Svo eru allir brjálaðir út í hana fyrir að sverta orðspor okkar, meira en þegar hefur verið gert, (Icelandair með sitt Dirty weekend og allt það). Greyið konan sá sig meira að segja knúna í það að mæta á sinn gamla vinnustað á RÚV og í Kastljósið til að skýra mál sitt. Það er ekki auðvelt að vera celeb á Íslandi í dag...

Annars á Stærðfræði II hug minn allan þessa dagana, fyrir utan næstu mínúturnar sem ég ætla að helga ER og svo Americas next top model. Það er erfitt að vera námsmaður.

Verð samt að skella inn þessu fyrir ykkur sem eruð líka í prófum. Rebellinn er SNILLD!! Vill einhver senda mér svona link á Nasty boy...

Later...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim