laugardagur, maí 07, 2005

Yfirlit helstu frétta:

1. Prófin eru búin að ganga ömurlega, kennararnir allir á einhverju trippi.
2. Það er loksins verið að klára pallinn hjá mér.
3. Síðasta prófið er á fimmtudaginn.
4. Þá verður MEGA prófloka-sukk hjá okkur skvísunum.
5. Förum norður um Hvítasunnuhelgina.
6. Byrja að vinna þriðjudaginn 17.

Helstu fréttirnar eru samt að ég er að fara að byrja á geggjuðu Lúxus námskeiði í Nordica Spa. Er 5x í viku kl. 6:30. Held að þetta sé alveg trixið til að koma sér í bikiníform fyrir sumarið ;) Hlakka ótrúlega mikið til að byrja á þessu. Christína vinkona er búin að vera núna á svona námskeiði og segir að þetta sé geggjað.

Ísak og Pálína eru svo orðin foreldrar. Þau eignuðust litla stelpu 3. Maí sem fékk nafnið Íris Antonía Ísaksdóttir. Ekkert smá mikil dúlla. Kíkið endilega á hana.

Langar líka til að benda ykkur á að hún Erla er byrjuð að blogga aftur eftir þónokkurn tíma.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim