sunnudagur, janúar 15, 2006

Jæja íslensku stafirnir komnir

Já ég er loksins búin að fatta hvernig maður breytir lyklaborðinu í íslenska stafi og ætla í því tilefni að skrifa smá. Já bara smá því ég held einhvern veginn að ég sé að segja frá allt of miklu hérna í einu og enginn nenni að lesa þessar langlokur hjá mér. Erum búin að vera í voða rólegheitum hérna í Delhi eftir að við komum úr ferðinni. Búin að njóta þess að sofa út og slaka smá á. Fórum og kíktum í dýragarðinn, sáum allskyns dýr, hlébarða, ljón og margt fleira flott. Kíktum á markað og búin að borða fullt fullt af yndislegum indverskum mat. Ef það er eitthvað sem ég á eftir að sakna héðan úr Delhi þá er það sko maturinn. Algert lostæti.

Eftir því sem dagarnir líða þá fattar maður alltaf betur og betur hvernig þeldökku fólki sem kemur til Íslands hlýtur að líða. Nánast hvert sem maður kemur þá erum við eina hvíta fólkið og meira að segja í dýragarðinum þá var stundum starað meira á okkur en dýrin. Við erum mynduð endalaust. Fólk dregur upp síma og myndavélar og myndar okkur hvíta fólkið og finnst það bara allt í lagi. Meira að segja stoppaði mig einn gaur með túrban í mollinu í fyrradag og spurði hvort hann mætti taka mynd af mér með dætrum sínum. Reyndar fyrsti sem spurði þannig að ég leyfði honum og brosti mínu breiðasta með litlu krúttlegu stelpurnar hans sitt hvorum meginn við mig.

Síðasti dagurin okkar hérna á Indlandi á morgun og þá tekur við langt, langt ferðalag til Peking. Þurfum að millilenda í Bangkok og bíða þar í 8 klst. Hlakka ekki mikið til þess. Haldið áfram að senda mér fréttir á emailinu og verið dugleg að commenta svo ég sjái hverjir nenna að lesa þetta hjá mér. Indriða langar líka að vita hverjir eru að skoða myndirnar hans.

Sendum næst fréttir frá Kína.

Namaste L

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim