Indland ...eda kannski Svindlland
Ja Indland er okkur adeins erfidara en okkur datt i hug svona i fyrstu. Fyrsti dagurinn var tilraunadagur og thad leid heldur ekki a longu adur en folk fattadi hvad vid vorum enntha blaut a bak vid eyrun i turista-braskinu og nytti ser thad. Rikshaw-driver skutladi okkur a einhvern allt annan stad en vid aetludum ad fara a og vid fottudum thad ekki fyrr en eftir dagoda stund. Reyndar engin skadi skedur en honum tokst samt ad svindla a okkur. Thu getur ekki verid lengur en svona 5 min i einu a gotunum herna an thess ad thad se einhver ad reyna ad bjoda ther far eda reyna ad selja ther eitthvad eda betla af ther pening. Thetta er stodugt areiti og brjalaedi allan daginn, alltaf.
Dagurinn i dag var mun betri. Bilstjori med leidsogumanni nadi i okkur i morgun og vid forum ut um alla Delhi og fengum ad sja thad ahugaverdasta. Eitthvad sem hefdi tekid okkur allavegana 3 daga ad komast yfir ef vid hefdum aetlad ad gera a eigin spytum. Saum allskyns hof, baedi hindu og muslima og fleiri minnismeki og fengum meira ad segja raudan blett a ennid. Saum staerstu moskuna i Delhi thar sem 20.000 manns geta bedid i einu. Leidsogumadurinn sagi okkur lika allskyns ahugavert um sogu landsins og mismuninn a utliti folksins herna. Hverjir eru sigh og hverjir eru muslimar og hverjir eru hindu. Saum lika fullt af allskyns dyrum. Thad eru natturulega fullt af kum og beljum herna ut um allt og rafa um goturnar. Saum lika 2 fila, marga apa, ikorna, asna, pafagauka, snaka, villisvin, kameldyr og geitur. Kameldyrin og geiturnar voru flest oll freka mikid skreytt sem er i tilefni af thvi ad endalok lifs theirra nalgast. 11. Januar er nefninlega dagur thar sem hinduarnir verda ad forna dyri og thess vegna stefnir i frekar mikid blodbad herna a gotunum tha.
Indland er fullt af fataekt. Thegar vid keyrdum heim i gaer tha saum vid t.d. heilu fjolskyldurnar sem bjuggu a storri umferdareyju. Thar satu allir yfir eldi og voru ad hlyja ser, allir skitugir og vafin i teppi og fullt af bornum og gomlu folki. Hvar sem billinn stoppadi a ljosum tha voru born eda ungar maedur komnar ad banka a gluggana hja okkur ad bidja um pening fyrir mat. Fataektin er engu lik og eymdin sem henni fylgir svakaleg. Vid erum buin ad taka tha akvordun ad gefa engum betlurum peninga herna heldur reyna ad finna samtok sem vinna ad mannudarmalum og gefa pening til theirra. Eg vil endilega nota taekifaerid og kvetja ykkur hin til ad gera thad sama. Thad er otrulegt hvad litill peningur kemur manni langt herna.
Madur er enntha halfpartinn ad reyna ad atta sig a verdlaginu herna. Gjaldmidillinn sem their nota er rupe sem er ca. 1.4 - 1.5 kr. Forum t.d. adan i budina vid hlidina a hotelinu og keyptum:
storan flogupoka
litinn flogupoka
2 sukkuladistykki
stora vatnsflosku
thetta kostadi allt saman 55 rupe eda svona 100 kr. 100 rupe sedill er bara alveg fullt herna og frekar fair geta skipt 500 sedli. Netid kostar 25 rupe a halftima sem er svona taepar 40 kr. Madur hefur samt einhvernveginn alltaf a tilfinningunni ad thad se verid ad svindla a manni. Allt sem madur hefur lesid i t.d. Lonely planet bokunum og a netinu og svona er allt i tha attina ad madur verdi alltaf ad passa sig ROSA vel a ollu. Thad er reynt ad ljuga ollu mogulegu i thig og reynt ad svindla og pranga eins og haegt er.
A morgun forum vid samt fra Delhi og til Jaipur og verdum thar i 2 daga. Ekkert vist ad thad se haegt ad blogga neitt thar thannig ad vid verdum bara ad sja til og athuga hvad gerist. Daginn eftir thad er svo planid ad fara til Agra og sja Taj Mahal og vera thar i einn dag.
Indridi er a fullu i naestu tolvu ad setja inn myndir thannig ad thid kikid a thad.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim