fimmtudagur, maí 11, 2006

Bus-life


Það er viss stemning sem fylgir því að ferðast með strætó. Þú sérð allskyns fólk, hefur tíma til að hugsa um ýmsa hluti og einnig tíma til að annað hvort lesa eða hlutsta á góða tónlist. Ég ætla því að byrja þennan pistil á því að lista upp þá tónlistarmenn sem ég hef verið að hlusta á þessa dagana á ferðum mínum með strætóinum. Reyndar er því svo háttað að ég verð að hlusta á rólega tónlist á morgnanna og svo er maður oftast í aðeins hressara skapi þegar maður fer heim á daginn og verður því að skipta tónlistinni í tvo flokka:


Morgun-Bus-music:
Zero 7
Anthony and the Johnsons
Emiliana Torrini
Eva Cassidy
Jeff Buckley


Seinniparts-Bus-Music:
Björk
Mugison
Bang Gang
Black Eyed Peas
Babyshambles

Annað sem er skemmtilegt við strætóinn er allt fólkið sem kemur inn í hann. Misjafnt á litinn og í laginu, sumir gamlir og aðrir ungir. Sumir fanga athygli manns frekar en aðrir og ætla ég því að lista þá hér upp næst í eftirminnileika röð:

Bus-People
1. Skrítni gaurinn sem settist á mig
- Örugglega þroskaheftur eða eitthvað í þá áttina. Settist ofaná handlegginn á mér og töskuna þegar það voru svona 30 önnur sæti laus i vagninum. Ég bað hann um að færa sig.
2. Feiti gaurinn með fellingarnar á hausnum
- Hélt í alvörunni að sætið myndi brotna undan honum. Var svo svakalega spikaður að hann var með margar, margar fellingar á hausnum. Á HAUSNUM!!
3. Maðurinn með furðulegu græjuna á hausnum
- Örugglega hálsbrotinn eða eitthvað og með rosalegt víravirki um höfuðið.
4. Fólkið í bílnum
- Situr alltaf í Toyota jeppanum sínum fyrir framan Þjóðskjalasafnið á Laugarveginum á morgnanna þegar bus-inn keyrir þar framhjá.
5. Gelgjugengin í litlu fötunum
ComposeEdit HtmlFontArialCourierGeorgiaLucida GrandeTimesTrebuchetVerdanaWebdings HugeLargeNormal SizeSmallTiny

Það er ekki eins solid ad vera að lesa bók eins og að vera að hlusta á eitthvað. Það er alltaf möguleikinn á að bókin leiði af sér samræður við einhvern af ógæfumönnum götunnar, sem væri svo sem ekkert hræðilegt ef þeir myndu fara einhvern tímann í bað. Þú ert meira innilokaður í þínum eigin heimi þegar þú ert með tónlistina í eyrunum. Ég er samt búin að vera að hætta á samræðurnar í nokkur skipti núna því ég er búin að vera að lesa Lovestar eftir Andra Snæ Magnason sem er að fara vel í mig. Ef einhvern vantar skemmtilegt lesefni núna eftir prófin þá get ég mælt með þessari bók. Næst á leslistanum er samt Draumalandið eftir sama höfund. Hlakka mjög mikið til að sökkva mér í hana.


Oftar en ekki endar samt heimferðin niðri í 101 þar sem maður tillir sér á eitthvað af kaffihúsum borgarinnar í góðra vina hóp. Mikið er æðislegt að vera búin að vinna svona kl. 4. Ég er alveg að fíla það í botn. Maður getur setið og slúðrað til 6 og þá kippir maðurinn mér með á leiðinni heim. Ég ætla mér samt að vera aðeins lengur en til 6 niðri í 101 í kvöld. Verð eitthvað frameftir nóttu í þessu yndisfagra húsi við tjörnina. Ef einhvern langar að kíkja í heimsókn þá er hann velkomin.

Við hjónin ætlum líka þvílíkt að fara á þetta tjútt um Hvítasunnuhelgina. Held að þetta verði geggjað, allir að drífa sig sem vettlingi geta valdið...

Er annars farin að hlakka mikið til að hitta skvísurnar á mánudag - þriðjudag. Hvenær hentar ykkur? Allir að leggja til stað og stund í commentakerfið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim