miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Back to basics

Í heimi sem verður sífellt flóknari verður maður alltaf jafn glaður þegar eitthvað sem gæti auðveldlega verið flókið er gert einfalt. Þeir sem leggja leið sína um miðbæinn kannast sennilega flestir við mann sem stendur oftast fyrir utan Mál og menningu á Laugarveginum, veifar litlu bókunum sínum og hrópar eitt orð.

LJÓÐ !

......LJÓÐ !

Þetta er svo einfalt, svo skýrt, og kemur öllum þeim skilaboðum til skila sem þarf. Þegar allt er yfirfullt af markaðsrannsóknum, markópum, Gallupkönnunum og fleiru í þessum dúr þá fellst öll markaðssetning þessa manns í einu orði. Hann gæti eflaust aukið árangur sinn í sölunni með því að breyta um tón í röddinni öðru hverju en ég efast um að það myndi gera einhvern gæfumun. Ég gleymi því ekki fyrst þegar ég rakst á þennan undarlega mann, hann horfði beint á mig og kallaði til mín hátt og skýrt. Mér brá pínu, varð hálf flóttaleg en sagði skýrt “Nei takk”. Núna þegar maður kannast betur við hann þá glottir maður kannski pínu og hristir örlítið höfuðið. Ekki í þetta skiptið.

Ég elska miðbæinn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim