fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Framtíð Íslands

Ég ætla að koma með svar við spurningum Bubbans hérna í pistlaformin, enda er kommentakerfið allt of smátt í sniðum fyrir svona herlegheit. Þannig að ...here goes:

Framtíðarlandið:
Var ÆÐISLEGT, píndi strákinn með mér á ráðstefnuna sem var eins og vitrun fyrir hrifnæma manneskju eins og mig. Fyrirlestrarnir voru ótrúlega spennandi og fróðlegir og veltu upp endalausum möguleikum um ráð til að gera Ísland að betra landi. Það eru bara óteljandi möguleikar fyrir Ísland sem heild, aðrir en virkjanir og álver. Andri Snær Magnason reið á vaðið og var með fyrstu töluna undir heitinu Stóriðjulandið sem fjallaði um hvað er raunverulega á teikniborðinu í virkjunarmálum landsins, sem var allt hræðilegt. Í kjölfarið á því kom verkfræðingur og talaði um frumkvöðla og nýsköpun. Margrét Vilhjálms og Sólveig Arnarsdóttir stigu svo á stokk og fjölluðu um gildi lista og menningar og eftir þeim talaði Sigríður Þorgeirsdóttir um Menntalandið Ísland. Fyrirlesturinn hennar var stórkostlegur (enda er hún heimspekingur). Hún hélt ótrúlega inspirerandi ræðu um menntun og gildi háskóla og af öllum fyrirlestrunum finnst mér hennar standa upp úr, enda uppskar hún mikið lófaklapp og fagnaðaróp. Ég er búin að skrá mig í samtökin en er ekki búin að ákveða á hvaða sviði ég væri til í að starfa, ég er alls ekki til í að skrá mig í neinn stjórnmálaflokk en þetta er ég sko til í að skrá mig í. Ég vilj kvetja alla til að skoða síðuna þeirra www.framtidarlandid.is og kynna sér hvað þau hafa fram að færa.

Heimspekin:
Finnst mér frábær. Það er svo ótrúlega breiður hópur sem er með mér í tímum, allskyns fólk, ungt og gamalt og með mismunandi lífsskoðanir. Ég er svo sjúk í margbreytileika, finnst gaman að þekkja fólk sem er öðruvísi en aðrir, fólk sem þorir að ögra ríkjandi skoðunum. Mér finnst líka eitthvað svo frábært að lesa um alla þessa karla og konur sem voru fyrir óralöngu síðan að velta fyrir sér sömu spurningum og við erum að spyrja okkur í dag. Mér finnst líka að það ætti að vera skylda fyrir alla að taka einhverja áfanga í heimspeki. Það er svo mikið verið að fjalla um gildi, lífsskoðanir og lífssýn, einkenni góðs lífs og þar fram eftir götunum. Fólk þarf stundum að staldra við og spyrja sig að því hvað það er sem skiptir máli í lífinu, hvað einkennir gott líf. Mér finnst líka eitthvað afskaplega heillandi að læra "hin fyrstu fræði" í bland við það sem gæti verið kallað "nýjustu vísindin". Þannig að í stuttu máli er ég að fíla heimspekina í botn. Mér finnst kennararnir frábærir. Gunnar og Róbert eru með bestu kennurum sem ég hef haft og mér finnst námið skemmtilegt.

Bubbi ég sakna þín rosa mikið!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim