föstudagur, nóvember 03, 2006

Mr. Laufar Hópverkur

--==Punktablogg // Long version==--




- Er búin að vera að vinna hópverkefni í vikunni og erum að skila því í dag. Það er búið að ganga ótrúlega vel þrátt fyrir mjög hátt pirringsstig strax í byrjun hjá yours-truly.

- Það er svona over-all búið að vera frekar stutt í pirringinn alla vikuna. Greyið husbandið er búið að fá að finna fyrir því. Allt og allir búinir að fara í taugarnar á mér og ég búin að vera frekar bitur og döpur eitthvað. Kannski pre-hópverkefnis-kvíði ...já ég verð að klíka sökinni á eitthvað er það ekki...

- Erum að fara norður um helgina. Hlakka bara temmilega mikið til. Þarf reyndar að læra HELLINGS og lesa fullt þannig að þetta verður ekki bara endalaust kaffiboð og grín. Svo stefnir í brjálað veður á sunnudaginn þannig að það er spurning hvort við komumst heim á tilsettum tíma.

- Mig langar til útlanda. Mig langar að heimsækja Stínu vinkonu mína til Brussel eða fara í rómó helgarferð til Köben.

- Ég kemst stundum ekki yfir það hvað ég get verið endalaust mikill lúði. Er ennþá að tala í mig kjark til að setja inn ofur-lúða-söguna og segja frá hvað kom fyrir mig á Prikinu um daginn. Það gerist ekki mikið lúðalegra en það, þið eigið eftir að deyja úr skömm. Dúddamía...

- Ég er búin að vera að skoða post-graduate nám á fullu. Er búin að vera að panta bæklinga eins og óð kona á netinu og er alltaf að skipta um skoðun hvað mig langar að læra.

- Ætla að vera rosa rosa rosa dugleg að læra alveg fram að prófum. Í dag eru 40 dagar í fyrsta prófið mitt og maður getur gert helling á 40 dögum. Er það ekki örugglega? Ég þarf allavegana alvarlega að hrækja í lófana ef ég á að ná að klára þetta allt með stæl um jólin.

- Fengum fyrstu hringinguna okkar varðandi prófkjörs-maníuna í gær. Greynilegt að bláa höndin er hvergi með okkur strákinn á lista hjá sér. Þetta símtal var reyndar ekki til neins. Erum búin að færa lögheimilið okkar úr Kópavogi og getum þess vegna ekki kosið Guðmund Steingríms fyrir hann Reyni okkar.

- Það er komin vetur og það eru örfáir dagar í jólin, kannski svona 52.

- Er búin að vera svo busy þessa síðust daga að dagbókin mín er orðin ómissandi partur af lífinu. Ef ég hefði hana ekki þá væri ég búin að beila á svona helmingnum af dótinu sem ég er búin að lofa mér í. Ég er búin að vera með stanslausa dagskrá frá morgni til kvölds með nánast engum hléum og búin að takast að standa við nánast allt. Ég er reyndar búin að vera að reyna að komast í kaffi með Guðnýju Gellu alla vikuna og það hefur ekki ennþá tekist hjá okkur. Ég fæ að bóka tíma hjá þér á mánudagskvöld er það ekki ljúfan?

- Góða helgi people og verið góð við hvort annað

- Luv to you all

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim