föstudagur, desember 08, 2006

Amor fati

Já eins og Nietzsche sagði þá á maður að elska örlög sín. En maður hefur líka möguleikann á því að stýra örlítið örlögunum og reyna að fá það fram sem manni huggnast. Í þeim anda verður hér með birtur útdráttur úr óskalista undirritaðar. Hlutirnir eru ekki settir fram í ákjósanleikaröð, mig gæti langað mest í það sem er neðst eða jafnvel um miðbik listans.

Bolur / peysa úr Nakta apanum
Converse skór
Diskinn með Lay Low
Ullarsokkar
Bolur úr Spaksmannsspjörum
Bók
Föt
Rauðvín
World peace

Ég ætla að taka fram, svona eftir að hafa flutt á árinu, að þá langar mig ekki í neitt heimilisdót. Öll eldföst mót, kertastjakar og svoleiðis er afþakkað. Á svo ótrúlega mikið af þessháttar hlutum að það væri eins og að bera í bakkafullan lækinn að gefa okkur hjónum svoleiðis.

Góðar stundir
Laufey með prófaóráð

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim