Þessi mynd gerir mig glaða
Einhvern veginn gerir hún það. Væri akkúrat núna til í að vera á flugvellinum í Tahiti, að fá mér local bjór þeirra Tahiti búa. Það væri heitt og rakt, ég væri í stuttbuxum og hlýrabol, örugglega sveitt. Þótt það sé ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að vera sveittur þá væri mér allavegana heitt og það væri ekkert annað á dagskránni hjá mér en að drekka af bjórnum sem ég væri með í hendinni til að kæla mig niður. Engin próf, ekkert stress, engin jólapressa, engin krafa um að kaupa fallegar gjafir eða skrifa jólakort. Enginn snjór, enginn kuldi, ekkert stress, bara heitt og rakt og afslappað. Banjóleikararnir myndu nikka mig og halda áfram að syngja angurvært og spila eins og þeim einum væri lagið.
Er það alltaf þannig að manni finnst grasið grænna hinum megin?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim