Detox January
Já gott fólk. Það er komið að því. Sukkið, ólifnaðurinn og viðbjóðurinn hefur náð hámarki og því komin tími til að staldra við og hugsa sinn gang. Það er í raun komið að skuldadögum. Sumum af viðbjóðnum getur maður reynt að gleyma, reynt að láta eins og það hafi aldrei gerst (sukk og vibbi) annað er þannig gert að það kemur að bókstaflegum skuldadögum (visa). Janúar mánuður skal því helgaður heilbrigðara líferni, samvistum með eiginmanni og vinum, skólabókalestri og detoxi. Batnandi konu er best að lifa og skal það vera mottó mitt fram í Febrúar.
Skólinn er líka byrjaður með öllu sem því fylgir. Allar einkunnir komnar í hús fyrir haustönnina nema ein, stundaskráin er ekkert of brutal og mér tókst í morgun að komast í eina tímann sem er kl. 8. Það er s.s. allt að gerast. Er reyndar búin að komast að því, eftir ævintýri morgunsins í gaddinum, að ég þyrfti helst að fjárfesta í mannbroddum eða betri skófatnaði til að komast betur leiðar minnar. Þessi snjór ekkert að gera of góða hluti. Verst að búðirnar eru fullar af útsöludóti og ekkert almennilegt til.
Er annars að fara með husbandinu á forsýningu á Foreldrum í kvöld. Fékk óvænt tvo miða og ætla að skella mér og bjóða stráknum með. Svo er aldrei að vita hvað gerist.
Have a nice weekend!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim