miðvikudagur, janúar 10, 2007

Frímann

Síðasti dagurinn í fríi áður en alvaran tekur við og skólinn byrjar á fullu. Ég er eitthvað svo full bjartsýni, 2007 verður frábært ár. Hlakka ótrúlega mikið til að takast á við öll þau verkefni sem liggja fyrir, sum sem ég er búin að bíða eftir að fá að takast á við frekar lengi og svo eru önnur sem eru nýtilkomin. Er búin að hafa það rosa fínt í fríinu, búin að sofa út, hitta vinkonur mínar og hafa það huggulegt. Verkefni næstu daga verður svo að snúa sólarhringnum aftur við og reyna að vakna fyrir kl. 11.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim