Áramótaheitið
Ég er ekki mikið fyrir það að strengja áramótaheit. Gleymi því oftast en ef ég gerist svo djörf að finna mér eitthvað flott heit þá er ég oftast búin að gleyma því áður en Janúar er liðinn. Það er því kannski bara best að strengja almenn heit og kannski nokkur þannig að maður gæti mögulega slysast til að uppfylla allavegna einhvern smá part eða hluta þegar árið líður. Mér datt þess vegna í hug að "skjalfesta" nokkur atriði hér þannig að maður gæti, þegar árið er liðið, farið yfir þau og metið hvernig tókst til. Hérna eru drög að mínum 10 heitum sem ég ætla að reyna að vinna í áttina að á þessu ári:
1. Ég ætla að vera duglegri að læra
2. Ég ætla að vera ennþá betri við fólkið mitt
3. Ég ætla að koma lagi á fjármálin
4. Ég ætla að reyna að fara 2x til útlanda
5. Ég ætla að reyna að drekka minna kaffi og fá mér te í staðinn
6. Ég ætla að reyna að drekka minna áfengi
7. Ég ætla að hætta að láta fólk fara í taugarnar á mér
8. Ég ætla að hætta að taka nærri mér þegar fólk kemur illa fram við mig
9. Ég ætla að lesa meira
10. Ég ætla að vera duglegri að hitta vini mína
Það verður svo bara að koma í ljós hvernig það gengur að standa við þetta allt. Þetta eru allavegana fín boðorð til að hafa sem leiðarljós á árinu, svona ásamt því að vinna að því að verða betri manneskja.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim