Termóstatið
Það er með ólíkindum hvað ég er mikil kuldaskræfa. Ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að ég væri með bilað hitakerfi í líkamanum. Mér líður oftast vel í eigin skinni, klæði mig bara vel og er í inniskóm eða ullarsokkum og er ekkert kalt. Nema á blessuðu bókasafninu. Það er eins og það sé verið að spara kyndikostnaðinn eða passa það að maður sofi nú örugglega ekki yfir bókunum því hitastigið er alveg við frostmark. Mjög oft sit ég allan tímann í úlpunni, ég er oftast í lopapeysu, peysu og langermabol, og mjög oft í ullarsokkunum mínum. Það er MJÖG óeðlilega kalt þarna inni. Næstum allir sem ég þekkja eru sammála mér. Ég sá samt stelpu um daginn þarna að læra og hún var í hlýrabol ...ég endurtek: Í HLÝRABOL! Ég held að ég sé ekki ennþá búin að jafna mig á þeirri sjón.
Ég búin að komast að því núna í prófunum, eða ég er kannski frekar búin að fá staðfestingu á því, að ég er forfallinn blogg-fíkill. Ég get eytt heilu og hálfu dögunum að ráfa um hinar og þessar síður. Maður ferðast link frá link og les oft bloggin hjá fólki sem maður þekkir ekki neitt. Hefur kannski séð einhvern tímann á djamminu eða í skólanum en þekkir ekki neitt og veit kannski varla hvað heitir. Sumir eru voða skemmtilegir og þær síður heimsækir maður aftur og aftur, aðrar eru með ólíkindum leiðinlegar og steiktar. Versta er að maður skoðar þær síður alveg jafn oft og þessar skemmtilegu, maður dregast að viðbjóðnum eins og maður gónir þegar maður keyrir framhjá bílslysi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim