Að vera eða ekki vera...
...meðlimur í Myspace-æðinu er eitthvað sem ég er búin að vera að velta svolítið fyrir mér. Búin að vera aðeins að skoða og svona og ákvað svo í gær (auðvitað þegar ég átti að vera í hvað mestri lærdómstörninni) að búa mér til svona síðu. Hún er alls ekki tilbúin. Ég er bara búin að setja smá inn á hana, á enga vini og engin comment þannig að núna verðið þið (sem eruð á myspace) að bæta mér sem vini ykkar. Allir að vera góðir við nýliðann. Síðan mín er myspace.com/laufeykristin.
Einhvern veginn tókst honum Sigurjóni að finna síðuna mína næstum á undan mér. Alger Jón Spæjó. Alveg eins og Bjöggi frændi fann blogg síðuna mína strax og ég var búin að búa hana til. Skrítnir þessir strákar...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim